Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 22. mars 2018 16:25
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Stelpurnar spila ekki í nýju treyjunum fyrr en á næsta ári
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir viku síðan var ný landsliðstreyja Íslands opinberuð í höfuðstöðum Knattspyrnusambandsins. Nýi búningurinn hefur fengið nokkuð jákvæð viðbrögð hjá landsmönnum.

Karlalandsliðið mun frumsýna nýja búninginn í æfingaleikjum gegn Mexíkó og Perú á næstu dögum. En kvennalandsliðið þarf að bíða eitthvað með það að prófa búninginn.

Vísir.is segir frá.

Stelpurnar eru í miðri undankeppni fyrir HM og segir Þorvaldur Ingimundarson, sem starfar hjá KSÍ, það viðmið hjá Knattspyrnusambandinu að landsliðið klárar keppni í þeirri treyju það klæddist þegar það hóf leik.

Í dag var landsliðshópur kvenna fyrir komandi leiki tilkynntur. Íslenska liðið mætir Slóveníu 6. apríl og Færeyjum fjórum dögum síðar en með sigri í þessum leikjum kemst liðið í góða stöðu fyrir síðustu þrjá leikina sem eru allir á Laugardalsvelli. Slóvenía kemur í heimsókn í júní áður en Þýskaland og Tékkland mæta í september.

Liðið mun því ekki leika í nýju treyjunum fyrr en á næsta ári, annað hvort á Heimsmeistaramótinu í Frakklandi, þ.e.a.s. komist liðið þangað, eða þá í undankeppni fyrir EM.

Kvennatreyjan er þó komin í sölu í verslunum hér á landi og er hún fáanleg í Jóa Útherja.
Athugasemdir
banner