Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 22. mars 2018 18:46
Ívan Guðjón Baldursson
Tite: Neymar er ómissandi
Það eru ekki mörg lið sem geta haldið þessu þríeyki í skefjum.
Það eru ekki mörg lið sem geta haldið þessu þríeyki í skefjum.
Mynd: Getty Images
Brasilíska landsliðið verður án Neymar í æfingaleikjunum gegn Rússlandi og Þýskalandi á næstu dögum.

Neymar er skærasta stjarna Brasilíu og einn af bestu knattspyrnumönnum heims um þessar mundir.

Tite, landsliðsþjálfari Brasilíu, segir engan leikmann geta komið í stað Neymar því enginn sé jafn hæfileikaríkur og hann.

Douglas Costa, gríðarlega öflugur kantmaður Juventus, mun líklegast fylla í skarð Neymar í æfingaleikjunum.

„Neymar er ómissandi fyrir okkur. Douglas Costa getur ekki komið í stað Neymar. Douglas Costa er Douglas Costa og Neymar er Neymar," sagði Tite.

„Allir leikmennirnir mínir eru að eiga gott tímabil, það verður ótrúlega erfitt að velja hópinn sem fer með á HM. Ég er að reyna að gefa öllum tækifæri til að sanna sig."
Athugasemdir
banner
banner