Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fös 22. mars 2024 17:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Elliott gerði tvö og Gray varð sá fjórði yngsti í sögunni
Harvey Elliott.
Harvey Elliott.
Mynd: EPA
Harvey Elliott, leikmaður Liverpool, gerði tvennu þegar U21 landslið Englands vann stórsigur á Aserbaídsjan í dag.

Elliott kom Englandi á bragðið í leiknum og bættu svo Noni Madueke og Jaden Philogene við mörkum. Elliott gerði þá fjórða mark Englands og annað mark sitt.

Ramin Nasirli minnkaði muninn fyrir Aserbaídsjan áður en Archie Gray, leikmaður Leeds, skoraði fimmta mark Englands.

Gray er 18 ára og tíu daga gamall en hann er fjórði yngsti leikmaðurinn í sögunni til að skora fyrir U21 landslið Englands. Þeir sem voru yngri en Gray til að skora í þessum aldursflokki fyrir England eru Jude Bellingham, Theo Walcott og Jamal Musiala.

England, sem er ríkjandi U21 Evrópumeistari, er í öðru sæti í riðli sínum í undankeppninni með jafnmörg stig og Úkraína sem er á toppnum.


Athugasemdir
banner
banner
banner