Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   lau 22. apríl 2017 16:02
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Championship: Markalaust hjá Aroni og Jóni - Leeds gefur eftir
Aron Einar er lykilmaður hjá Cardiff.
Aron Einar er lykilmaður hjá Cardiff.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Leeds virðist vera að gefa eftir.
Leeds virðist vera að gefa eftir.
Mynd: Getty Images
Það voru tveir Íslendingar sem spiluðu Championship-deildinni í dag, en leikirnir sem þeir spiluðu í enduðu báðir í markalausu jafntefli.

Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði Íslands, spilaði allan leikinn hjá Cardiff er liðið gerði markalaust jafntefli gegn Wigan. Aron Einar er lykilmaður hjá Cardiff, en hann gerði sigurmark á mánudaginn.

Annar landsliðsmaður, Jón Daði Böðvarsson, fékk seinni hálfleikinn hjá Wolves gegn Blackburn. Honum tókst ekki að láta að sér kveða.

Ragnar Sigurðsson og Hörður Björgvin Magnússon voru báðir allan tímann á bekknum hjá sínum liðum sem unnu sína leiki. Fulham, sem er í umspilssæti, vann Huddersfield og Bristol City hafði betur gegn Barnsley í hörkuleik.

Leeds virðist vera að gefa eftir í baráttunni um umspilssæti, en liðið þurfti að sætta sig við tap gegn Burton Albion í dag.

Brentford 3 - 1 QPR
1-0 Yoann Barbet ('31 )
2-0 Jota ('60 , víti)
2-1 Joel Lynch ('62 )
3-1 Jota ('64 )

Bristol City 3 - 2 Barnsley
0-1 Alex Mowatt ('37 )
1-1 Tammy Abraham ('54 )
1-2 George Moncur ('64 )
2-2 Jamie Paterson ('69 )
3-2 Aden Flint ('74 )

Burton Albion 2 - 1 Leeds
1-0 Marvin Sordell ('75 )
2-0 Michael Kightly ('77 )
2-1 Kyle Bartley ('80 )

Huddersfield 1 - 4 Fulham
1-0 Chris Lowe ('4 , víti)
1-1 Scott Malone ('16 )
1-2 Tom Cairney ('20 , víti)
1-3 Stefan Johansen ('36 )
1-4 Stefan Johansen ('45 )

Nott. Forest 3 - 2 Reading
1-0 Britt Assombalonga ('31 )
2-0 Britt Assombalonga ('47 )
3-0 Mustapha Carayol ('54 )
3-1 Yann Kermorgant ('58 )
3-2 Yann Kermorgant ('74 )

Rotherham 1 - 0 Ipswich Town
1-0 Tom Adeyemi ('79 )

Sheffield Wed 2 - 1 Derby County
0-1 Darren Bent ('49 )
1-1 Steven Fletcher ('58 )
2-1 Gary Hooper ('64 )

Wigan 0 - 0 Cardiff City

Wolves 0 - 0 Blackburn

Hér að neðan má sjá stigatöfluna í deildinni, en það gæti tekið einhvern tíma fyrir hana að uppfæra sig
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner