Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   fös 22. maí 2015 12:00
Elvar Geir Magnússon
David Luiz segist ekki vera hreinn sveinn
David Luiz er mikill sprellikall.
David Luiz er mikill sprellikall.
Mynd: Getty Images
David Luiz, varnarmaður Paris St-Germain, segir fjölmiðla ekki bera nægilega mikla virðingu. Víða fóru þær fréttir að Luiz væri hreinn sveinn en þessi orðrómur fór af stað eftir að Luiz, sem er mikill brandarakall, skrifaði við mynd á Instagram, að hann ætlaði að bíða með kynlíf með kærustu sinni þar til eftir giftingu.

„Fólk er úti um allt að ræða um hvort ég sé hreinn sveinn eða ekki. Ég er ekki hreinn sveinn. Ég hef átt fleiri en eina kærustu í lífinu. Sumir í fjölmiðlum virða ekki einkalíf fólks. Ég get lagt höfuðið á koddann á kvöldin og sofið vel því ég virði alla," segir Luiz.

Luiz lék 143 leiki fyrir Chelsea og skoraði 12 mörk áður en hann hélt til PSG fyrir 40 milljónir punda í júní.

Umræðan um að hann væri hreinn sveinn fór af stað þegar hann birti mynd af sér í skírnarathöfn í sundlaug og skrifaði áðurnefndan texta við.
Athugasemdir
banner
banner