Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 22. maí 2015 17:26
Elvar Geir Magnússon
Van Gaal bjartsýnn á að halda De Gea
David de Gea hefur verið besti leikmaður Manchester United á tímabilinu.
David de Gea hefur verið besti leikmaður Manchester United á tímabilinu.
Mynd: EPA
Louis van Gaal, stjóri Manchester United, segist bjartsýnn á að halda markverðinum David de Gea á Old Trafford. Real Madrid er sagt hafa mikinn áhuga á Spánverjanum sem á eitt ár eftir af núgildandi samningi.

Þrátt fyrir að hafa meiðst í síðasta leik þá gæti De Gea byrjað lokaleik tímabilsins þegar United heimsækir Hull.

De Gea er ekki eini leikmaður United sem er með framtíðina í óvissu. Radamel Falcao, Robin van Persie, Rafael og Nani eru einnig í óvissustöðu.

Van Gaal segir að menn muni fá sér í glas eftir lokaleikinn og svo muni hann ræða við leikmenn sína eftir helgina.
Athugasemdir
banner
banner