Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fös 22. maí 2015 20:00
Stefán Haukur
Van Gaal hefur trú á Shaw
Mynd: Getty Images
Louis van Gaal, þjálfari Manchester United hefur enn fulla trú á því að Luke Shaw verði lykilmaður fyrir liðið í framtíðinni þrátt fyrir meiðsli sem eru að hrjá hann.

Shaw hefur glímt við meiðsli á ökkla, nára og læri á þessu tímabili og var hann ekki valinn í U-21 landsliðshóp Englands fyrir EM vegna þess.

„Það mikilvægasta er að ég, Roy Hodgson, Gareth Southgate og læknalið Manchester United erum sammála um það að passa að hvíla hann svo hann geti haldið áfram að æfa og orðið betri og betri,'' sagði Van gaal í viðtali við Sky Sports.

Shaw var keyptur til United fyrir þetta tímabil á 30 milljónir punda og varð þar með dýrasti unglingur í sögu ensku deildarinnar.

Athugasemdir
banner
banner