Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 22. maí 2018 08:00
Ingólfur Stefánsson
Eigandi PSG myndi ekki selja Mbappe fyrir milljarð
Mynd: Getty Images
Nasser Al-Khelaifi eigandi PSG í Frakklandi segir að hann myndi ekki selja Kylian Mbappe sóknarmann liðsins fyrir 1 milljarð evra.

Mbappe gekk til liðs við PSG frá Monaco síðasta sumar, upphaflega á láni, en nú stendur til að hann gangi til liðs við liðið fyrir 157 milljónir evra.

PSG eru með forkaupsrétt á þessum 19 áraleikmanni og ætla sér að halda honum hjá félaginu.

„Viltu að ég gefi þér tölu? Meira en einn milljarður evra. Já ég sagði einn milljarður, og jafnvel þau að þú gæfir mér milljarð þá myndi ég ekki selja hann," sagði Al-Khelaifi.

Mbappe skoraði 21 mark fyrir PSG á tímabilinu og lagði upp 16 mörk. PSG fagnaði sigri í frönsku deildinni ásamt því að vinna bikarkeppnina þar í landi. Mbappe verður með franska landsliðinu á HM í Rússlandi í sumar.
Athugasemdir
banner
banner