Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fim 22. júní 2017 19:58
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
Mohamed Salah til Liverpool (Staðfest)
Salah við undirskriftina
Salah við undirskriftina
Mynd: Liverpool
Mohamed Salah er kominn til Liverpool en þetta var staðfest í kvöld. Félagaskiptin hafa legið í loftinu síðustu daga. Kaupverðið er um 34 milljónir punda.

Salah kemur til Liverpool frá ítalska liðinu Roma en þar lék hann í tvö tímabil. Fyrra tímabilið var hann á láni frá Chelsea.

„Ég er mjög spenntur yfir því að vera hér. Ég er mjög ánægður. Ég mun gefa mig 100% og gefa allt fyrir félagið. Ég vill vinna eitthvað fyrir þetta félag. Við erum með frábært lið og mjög góða leikmenn. Ég horfði á leiki á síðasta tímabili og allir gáfu sig 100% til þess að vinna eitthvað. Allir sjá að þjálfarinn gefur allt í þetta. Ég vonast til þess að sjá að sameinaðir munum við gera allt til þess að vinna eitthvað fyrir félagið, fyrir stuðningsmennina og okkur," sagði Salah við undirskriftina.

Salah kemur frá Egyptalandi og hóf hann feril sinn þar áður en hann gekk til liðs við Basel í Sviss. Þaðan fór hann í Chelsea en hann náði ekki að sanna sig þar.

Salah skoraði 15 mörk í 31 leik fyrir Roma á síðasta tímabili.

Samningu Salah er til fimm ára og verður hann númer 11 hjá Liverpool



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner