Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 22. júlí 2015 07:15
Fótbolti.net
Heimild: Akraborgin 
Ásgeir Börkur: Umræðan sem fylgdi á eftir sorgleg
Ásgeir Börkur, fyrirliði Fylkis.
Ásgeir Börkur, fyrirliði Fylkis.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Uppi hafa verið umræður um hvort Ásgeir Börkur Ásgeirsson, fyrirliði Fylkis, hafi ekki lagt sig allan fram fyrir Árbæjarliðið meðan Ásmundur Arnarsson var þjálfari.

Eftir að Ásmundur var rekinn og Hermann Hreiðarsson ráðinn í hans stað var rifjað upp viðtal frá síðasta ári þar sem Ásgeir Börkur talaði um að Hemmi væri rétti maðurinn í þjálfarastól Fylkis.

Ásgeir Börkur sagði í viðtali við Hjört Hjartarson í Akraborginni í gær að það væri tómt bull að hann hafi ekki lagt sig fram meðan Ásmundur stýrði liðinu. Hann er pirraður vegna umræðunnar sem meðal annars skaut upp kollinum í Pepsi-mörkunum síðustu.

„Ég hef heyrt þessa vitleysu í ykkur síðustu vikurnar. Mitt nafn hefur verið dregið upp trekk í trekk og vitnað í viðtal þegar ég var leikmaður annars liðs í Svíþjóð. Ég er vanur að segja það sem mér finnst og þetta var ekkert skot á Ása eða neitt," sagði Ásgeir Börkur í Akraborginni.

„Það var allt í lagi að draga þetta viðtal á flot en mér finnst umræðan sem fylgdi á eftir sorgleg."

„Það er sagt að ég hafi ekki viljað spila fyrir Ása. Þetta er orðið helvíti þreytt svo ég tali hreina íslensku. Samstarf mitt með Ása var helvíti gott, hann gerði frábært starf. Við allir strákarnir í liðinu vorum tilbúnir að leggja okkur fram fyrir Ása eins og við viljum gera fyrir Hemma," sagði Ásgeir Börkur.

„Með nýjum þjálfara þá koma nýjar áherslur og menn vilja sanna sig og annað. Á þessum tímapunkti þurftum við kannski að finna þessa geðveiki í okkur og það hefur komið með Hemma."

Viðtalið má heyra í heild í spilaranum hér að neðan.



Athugasemdir
banner
banner
banner