Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   mið 22. júlí 2015 14:55
Magnús Már Einarsson
Atli Fannar í Fram (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fram hefur fengið sóknarmanninn Atla Fannar Jónsson á láni frá Víkingi R. út tímabilið.

Atli Fannar kom til Víkings frá ÍBV í vetur en hann hefur einungis komið við sögu í einum leik í Pepsi-deildinni í sumar.

Atli er fæddur árið 1995 en hann lék með yngri flokkum Breiðabliks áður en hann fór til ÍBV fyrir síðasta tímabil.

Framarar fengu í morgun kantmanninn Kristján Atla Marteinsson frá Selfossi og félagið er í leit að frekari liðsstyrk.

Indriði Áki Þorláksson hefur meðal annars æft með Fram eins og kom fram á Fótbolta.net í gær.

Næsti leikur Framara er gegn Þór á heimavelli á laugardag en liðið er í tíunda sæti í 1. deildinni í augnablikinu.
Athugasemdir
banner