Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mið 22. júlí 2015 11:11
Magnús Már Einarsson
Valur spilar síðasta grasleikinn á Hlíðarenda á laugardag
Gervigras verður lagt á Vodafonevöllinn innan tíðar.
Gervigras verður lagt á Vodafonevöllinn innan tíðar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Leikur Vals og Víkings í Pepsi-deild karla á laugardag verður síðasti leikurinn á grasi á Vodafone vellinum.

Valsmenn hafa ákveðið að leggja gervigras á aðalvöll sinn og framkvæmdir hefjast strax á mánudag. Vísir greinir frá þessu.

Karla og kvennalið Vals spila því heimaleiki sína á Laugardalsvelli næstu vikurnar.

„Síðasti heimaleikur okkar í deildinni er gegn Stjörnunni þann 3. október og er áætlað að opna nýja völlinn fyrir hann,“ sagði Alexander Örn Júlíusson, vallarstjóri Vals við Vísi en hann segir að ákvörðunin hafi verið stór fyrir félagið.

„Þetta er í raun nýr völlur sem er verið að rífa upp og það er auðvitað pínu sorglegt líka. Klúbburinn er stoltur af þessum flotta velli. En ef það er litið til hagsmuna félagsins þá er þetta hagkvæmasta lausnin, sérstaklega þar sem aðstaðan yfir vetraramánuðina er svona slök.“
Athugasemdir
banner
banner