Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   lau 22. júlí 2017 13:19
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gunnleifur fann vespuþjófinn - Hannes hlær
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hannes Þór Halldórsson, landsliðsmarkvörður og leikmaður Randers í dönsku úrvalsdeildinni, varð fyrir leiðinlegri reynslu á dögunum þegar vespu hans var stolið.

Hannes hafði notið þess að vera á vespunni í Danmörku en hún hafði fengið nafnið „Dr Big."

„Ég hef verið svolítið leiður yfir þessu síðustu dagana. Mér fannst þetta vera hluti af persónuleika mínum hér í Randers og ég er mjög svekktur," sagði Hannes.

Randers, lið Hannesar í Danmörku, birti í gær auglýsingar á Facebook og Twitter þar sem auglýst var eftir vespunni.

Í fundarverðlaun eru tveir ársmiðar á leiki Randers sem og íslensk landsliðstreyja árituð af Hannesi og áritaðir markmannshanskar.

Sjá einnig:
Vespu Hannesar stolið - Fundarverðlaun í boði

Gunnleifur Gunnleifsson, markvörður Breiðabliks, langar greinilega í þessar ársmiða og landsliðstreyjuna. Hann birti í dag færslu á Twitter þar sem hann benti á frétt hjá DV frá því í gær.

Fréttin var um það að Logi Geirsson, fyrrum handboltamaður, væri að selja vespu í hópnum Bifhjól til sölu.

„Ég er sennilega búinn að leysa vespu málið @hanneshalldors. Nú er hann að reyna að koma henni í verð!" skrifar Gunnleifur á Twitter, en Hannes svaraði honum með klassísku „Hahaha!".



Athugasemdir
banner
banner
banner