Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 22. september 2017 17:56
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pepsi-kvenna: Markalaust í Vestmannaeyjum
ÍBV tókst ekki að vinna Fylki.
ÍBV tókst ekki að vinna Fylki.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
ÍBV 0 - 0 Fylkir
Lestu nánar um leikinn

ÍBV og Fylkir mættust í fyrsta leik 17. umferðar Pepsi-deildar kvenna. Leikurinn fór fram í Vestmannaeyjum í dag.

Bæði lið höfðu að litlu að keppa í þessum leik og til að gera langa sögu stutta þá endaði hann með frekar bragðdaufu markalausu jafntefli.

ÍBV er í fjórða sæti Pepsi-deildarinnar með 32 stig, en Fylkiskonur eru nú þegar fallnar úr deildinni. Þær munu spila í 1. deild kvenna á næsta tímabili, en þær eru í 9. sæti með níu stig.

Á morgun klárast umferðin með fjórum leikjum.

Leikir morgundagsins:
14:00 FH-Valur (Kaplakrikavöllur)
14:00 Stjarnan-Breiðablik (Samsung völlurinn)
14:00 Grindavík-Þór/KA (Grindavíkurvöllur)
16:00 KR-Haukar (Alvogenvöllurinn)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner