Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 22. október 2014 06:00
Alexander Freyr Tamimi
Þjálfari Anderlecht vanmetur ekki Arsenal
Hasi vanmetur ekki Arsenal.
Hasi vanmetur ekki Arsenal.
Mynd: Getty Images
Besnik Hasi, þjálfari Anderlecht, segist ekki ætla að vanmeta Arsenal þegar liðin mætast í Meistaradeild Evrópu í kvöld.

Lundúnaliðið er með ansi langan meiðslalista þessa stundina og gengið í ensku úrvalsdeildinni hefur ekki verið það besta, en Hasi ætlar ekki að gera þau mistök að búast við auðveldum leik.

,,Arsenal spilar í ensku úrvalsdeildinni í hverri viku, þetta eru stórir leikir. Við spilum í smærri keppni og þurfum svona leiki til að bæta okkur," sagði Hasi.

,,Við erum með mjög ungt og hæfileikaríkt lið og við verðum betri, en það væru mistök að halda að Arsenal verði auðveldur andstæðingur. Bara þó þá vanti einhverja leikmenn og hafi ekki verið upp á sitt besta, þá þýðir það ekki að þeir verði ekki erfiður andstæðingur. Við munum ekki gera þau mistök að vanmeta þá."
Athugasemdir
banner