Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
Davíð Smári: Menn labba ekki nægilega gíraðir inn í seinni hálfleikinn
Heimir: FH liðið er besta liðið í deildinni í að koma til baka
Andri Rúnar: Eftir jöfnunarmarkið vöknum við ekki aftur til lífsins
Sigurvin: Kredit á strákana að finna þetta afl
Chris Brazell: Við voru mikið með boltann en gerðum ekkert með hann
Siggi Höskulds svekktur: Fókusleysi á mikilvægum augnablikum
Magnús Már: Maður hefur séð ýmislegt í boltanum en ég hef sjaldan séð þetta áður
Gunnar Heiðar: Búnir að æfa í sex mánuði fyrir þennan leik
Vigfús Arnar: Var eins og spennustigið væri eitthvað skrítið hjá okkur
Aron Snær: Ætluðum að keyra á þetta og það verður held ég bara okkar mottó
Haraldur Freyr: Mótið tapast ekki eða vinnst í fyrstu umferð
Aníta Dögg bjargaði málunum: Ég lenti klukkan sex í morgun
Árni Freyr hæstánægður eftir sigur ÍR - „Vona að þeir bæti í"
Staða sem á ekki að koma upp - „Átti að spila þangað til klukkan 23:30 í gærkvöldi"
„Við vitum í hverju við erum góðar“
Búin að skora í öllum leikjunum til þessa - „Mín upprunalega staða"
Hugur allra hjá Andreu Marý - „Óþægilegt í alla staði"
„Það var ráðist á hana inn í okkar vítateig“
Skyndiákvörðun að taka skóna af hillunni - „Hvernig gerðist þetta?“
Þriðja tapið í þriðja leiknum - „Óásættanlegt“
   sun 22. október 2017 23:00
Mist Rúnarsdóttir
Znojmo
Ási Haralds: Ekkert hnjask sem fylgir leikmönnum
Mynd: Fotbolti.net - Anna Þonn
„Við vorum svolítið hátt uppi eftir leik á föstudag. Sérstaklega þegar við gerðum okkur fyllilega grein fyrir því hversu stór sigur þetta var, en síðan höfum við unnið markvisst í því að koma öllum niður á jörðina og fara að einbeita okkur að því sem skiptir máli,“ sagði Ásmundur Haraldsson, aðstoðarþjálfari landsliðsins sem býr sig nú af krafti undir leik gegn Tékklandi í undankeppni HM 2019. Leikurinn verður spilaður á þriðjudag kl. 16:00 að íslenskum tíma og verður í beinni útsendingu á RÚV.

„Við vorum heppin að því leytinu til að það urðu engin meiðsli og það var ekkert hnjask sem fylgdi leikmönnum hingað,“ sagði Ási í spjalli um standið á hópnum og hvernig gengi að endurheimta alla orkuna sem fór í leikinn við Þýskaland.

Næsta verkefni er Tékkland en hinn almenni íslenski fótboltaáhugamaður veit sennilega lítið um þá andstæðinga. Við báðum Ása um að segja okkur aðeins frá tékkneska liðinu.

„Uppistaðan úr liðinu er úr tveimur liðum hérna í Tékklandi. Sparta Prag og Slavia Prag. Þetta eru atvinnumannalið. Þessi tvö lið eru núna í 16-liða úrslitum í Meistaradeildinni og það segir svolítið um gæðin.“

„Þetta eru stelpur sem eru tæknilega góðar. Þær eru sterkar, þær eru fljótar og eru góðar í fótbolta. Þetta er nokkuð gott lið.“


Aðspurður um lykilmann tékkneska liðsins nefndi Ási miðjumanninn Kateřina Svitková.

„Það er miðjumaður. Hún heitir Svitková og er númer 10. Það er mjög góður leikmaður. Rúmlega tvítug. Góð á bolta, góður dribblari. Hugsar mikið fram á við. Það er sterkur leikmaður þar á ferð.“

Hægt er að horfa á allt viðtalið við Ása í spilaranum hér að ofan en þar fer hann nánar út í hvernig unnið er að því að koma stelpunum okkar í sem best stand fyrir leikinn á þriðjudag og ýmislegt fleira.
Athugasemdir
banner
banner
banner