Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mið 22. nóvember 2017 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þjálfari Qarabag ætlar að gefa Chelsea alvöru leik
Gurban Gurbanov.
Gurban Gurbanov.
Mynd: Getty Images
Gurban Gurbanov, þjálfari Qarabag frá Aserbaídsjan, er spenntur fyrir því að mæta Englandsmeisturum Chelsea í dag. Qarabag og Chelsea eigast við í Meistaradeild Evrópu og fer leikurinn fram á heimavelli Qarabag í Baku, höfuðborg Aserbaídsjan.

Qarabag tapaði fyrsta leik sínum í Meistaradeildinni, gegn Chelsea á Stamford Bridge og tapaði einnig gegn Roma. En síðan þá hefur liðið gert tvö óvænt jafntefli gegn Atletico Madrid.

Gurbanov stefnir á að gefa Chelsea alvöru leik.

„Við erum að undirbúa okkur fyrir erfiðan leik. Þetta er mikilvægur leikur fyrir okkur og andstæðinginn," sagði Gurbanov í gær, aðspurður út í leikinn gegn Chelsea í dag.

„Við vitum í hverju styrkleikar Chelsea felast. Við ætlum að reyna að berjast til enda, þetta er síðasti leikur okkar í Baku."

Sjá einnig:
Meistaradeildin í dag - Atletico gæti fallið úr keppni
Athugasemdir
banner
banner