Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mið 23. mars 2016 19:30
Arnar Geir Halldórsson
Heimild: mbl.is 
Eyþór Helgi hættur í Fram (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Eyþór Helgi Birgisson hefur komist að samkomulagi við 1.deildarlið Fram um riftun á samningi sínum við félagið. Frá þessu er greint á heimasíðu Morgunblaðsins í kvöld.

Þar segir Eyþór að hann skilji við Fram í góðu og hann leiti sér nú að nýju liði til að spila með næsta sumar.

Eyþór Helgi lék 13 leiki með Fram í fyrra og skoraði þrjú mörk en þessi 27 ára gamli framherji hefur einnig leikið með Víkingi Ólafsvík, HK, ÍBV og Ými á ferli sínum. Hann hefur skorað 45 mörk í 129 leikjum í deild og bikar.

Mikið hefur verið að gera í samningamálum Fram í dag því eins og við höfum greint frá samdi liðið við ítalska markvörðinn Stefano Layeni og gekk frá starfslokasamningi við króatíska varnarmanninn Mate Paponja.
Athugasemdir
banner
banner