Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 23. mars 2016 15:17
Elvar Geir Magnússon
Schweinsteiger ekki meðal nágranna Íslands á EM?
Schweinsteiger gat brosað á æfingu í gær þar sem þessi mynd var tekin.
Schweinsteiger gat brosað á æfingu í gær þar sem þessi mynd var tekin.
Mynd: Getty Images
Þýska landsliðið verður með höfuðstöðvar sínar á EM í Frakklandi í námunda við Annecy þar sem íslenska liðið verður. Það er þó óvíst hvort miðjumaðurinn Bastian Schweinsteiger, leikmaður Manchester United, verði með á EM.

Schweinsteiger meiddist á hné á æfingu þýska landsliðsins í dag og tekur ekki þátt í komandi vináttulandsleikjum. Hann flaug til München í meðhöndlun en talið er líklegt að hann komi ekki meira við sögu með United þetta tímabilið.

Þá er hætta á að hann missi af sjálfu Evrópumótinu. Schweinsteiger er 31 árs en meiðsli hafa verið að leika hann grimmt á tímabilinu.

Heimsmeistarar Þýskalands eru að fara að leika áhugaverða vináttulandsleiki gegn Englandi og Ítalíu á næstu dögum. Leikurinn gegn Englandi er á laugardag.
Athugasemdir
banner
banner
banner