Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 23. mars 2016 18:30
Elvar Geir Magnússon
Skiptir um lið af ótta við frekari hryðjuverk í Belgíu
Matias Suarez í leik með Anderlecht.
Matias Suarez í leik með Anderlecht.
Mynd: Getty Images
Argentínski sóknarmaðurinn Matias Suarez tilkynnti það í dag að hann hefur ákveðið að yfirgefa Anderlecht í sumar þar sem hann telur að hryðjuverkaógn í Belgíu setji fjölskyldu sína í hættu.

Anderlecht er stærsta og sigursælasta félag Belgíu en það er staðsett í Brussel þar sem hryðjuverk voru framin í gær.

Suarez segir að Belgía sé breyttur staður eftir hryðjuverkin í París í nóvember.

„Ég er búinn að ræða við umboðsmann minn og eiginkonu. Af öryggisástæðum fyrir fjölskylduna ætlum við að fara í júní. Þessi staður er orðinn gjörbreyttur og fólk þorir varla að fara að heiman af ótta við hryðjuverk," segir Suarez.

Suarez segir að atburðirnir í gær hafi ekki komið sér á óvart. Hann hafi rætt við vini sína um að bara væri tímaspursmál hvenær eitthvað í þessari líkingu myndi gerast.

„Ég var á leið á æfingu þegar ég heyrði í útvarpinu hvað hafði gerst. Ég varð mjög hræddur og hringdi strax til að finna út hvort dóttir mín væri ekki örugglega óhult. Þetta er óhugnalegt og því ætlum við að fara."
Athugasemdir
banner
banner