Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 23. mars 2024 15:48
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Segir sína þrennu betri en Alberts - „Búinn að sjá mikla breytingu á hans leik"
Icelandair
Jói Berg fagnar þrennunni á sínum tíma
Jói Berg fagnar þrennunni á sínum tíma
Mynd: Getty Images

Jóhann Berg Guðmundsson var ekki með þegar Ísland vann magnaðan 4-1 sigur á Ísrael á dögunum en verður vonandi klár þegar liðið mætir Úkraínu í úrslitaleik um sæti á EM á þriðjudaginn.


Albert Guðmundsson skoraði þrennu og átti stóran þátt í einu marki til viðbótar í leiknum. Jóhann Berg skoraði magnaða þrennu fyrir Ísland í 4-4 jafntefli gegn Sviss í undankeppni HM 2014.

Hvernig fannst þér þrennan hjá Alberti?

„Hún var mjög góð. Hún var ekki alveg jafn góð og mín," sagði Jói Berg léttur í bragði.

„Hann er auðvitað frábær leikmaður og er að spila frábærlega á Ítalíu og við vissum að við þurftum á hans styrkleikum að halda í svona leik og hann sýndi það. Hann er að stíga mjög mikið upp, ég er búinn að sjá mikla bætingu á hans leik, með og án bolta."

„Þetta kemur með reynslu, ég var oft svona, starandi á boltann og bíða eftir honum. Þetta er bara meiri reynsla og hann veit hvað það tekur að vinna fótboltaleik. Hann er búinn að hjálpa okkur mikið og sérstaklega í þessum leik," sagði Jói Berg að lokum.

Sjáðu þrennu Jóa Berg hér
Sjáðu þrennu Alberts hér


Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
Athugasemdir
banner
banner
banner