Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   sun 23. apríl 2017 10:30
Dagur Lárusson
Clement: Við munum halda áfram að berjast
Paul Clement, stjóri Swansea.
Paul Clement, stjóri Swansea.
Mynd: Getty Images
Paul Clement, stjór Swansea, sagði eftir leik liðsins við Stoke í gær að baráttan um öruggt sæti í deildinni væri svo sannarlega ennþá í fullum gangi.

Swansea fór með 2-0 sigur af hólmi í gær eftir hörku leik við Stoke á meðan að Hull, sem er það lið sem að Swansea er hvað mest að berjast við um öruggt sæti, vann einnig sinn leik 2-0 gegn Watford.

„Baráttan heldur áfram alveg þangað til á síðasta dag”, sagði Clement.

„Ég er svo ánægður að við gátum spilað svona vel eins og við gerðum, sérstaklega eftir frammistöður síðustu leikja. Við vissum að við þyrftum að byrja vel og gefa stuðningsmönnum okkar eitthvað til þess að gleðjast yfir, og við gerðum það”.

Leikirnir í gær breyttu þó ekki miklu í baráttunni á milli Hull og Swansea enda unnu þau bæði. Swansea situr í 18.sætinu með 31 stig, tveimur stigum minna en Hull sem situr í 17.sæti.
Athugasemdir
banner
banner
banner