Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 23. apríl 2017 11:15
Kristófer Kristjánsson
Man City undirbýr risatilboð í Kylian Mbappe
Powerade
Kylian Mbappe verður sjóðheitur biti í sumar en þessi 18 ára strákur hefur verið frábær með Monaco í vetur
Kylian Mbappe verður sjóðheitur biti í sumar en þessi 18 ára strákur hefur verið frábær með Monaco í vetur
Mynd: Getty Images
Marquinhos er sagður ofarlega á óskalista Jose Mourinho sem vill ólmur styrkja vörn Man Utd í sumar
Marquinhos er sagður ofarlega á óskalista Jose Mourinho sem vill ólmur styrkja vörn Man Utd í sumar
Mynd: Getty Images
Eins og svo oft áður þá eru ensku slúðurblöðin í fullu fjöri á þessum ágæta sunnudegi.


Manchester City ætlar að gefa Pep Guardiola um 250 milljónir punda til að versla í sumar en hann er sagður hafa áhuga á Alexis Sanchez, framherja Arsenal, Kyle Walker, varnarmanni Tottenham, og Virgil van Dijk, hafsent Southampton. (Sun)

Man City gæti einnig verið að undirbúa tilboð í 18 ára ungstirni Monaco, Kylian Mbappe en hann gæti kostað félagið metfé. (Express)

Jose Mourinho, stjóri Man Utd, horfir til Marquinhos, 22 ára hafsent Paris St-Germain, en hafsenta staða Manchester klúbbsins er afar viðkvæm. (MEN)

Man Utd er einnig vongott um að geta keypt Eric Dier frá Tottenham en Lundúnaliðið gæti látið hann fara nái það að krækja í Michael Keane fyrst, 24 ára hafsent Burnley. (Telegraph)

Barcelona hefur áhuga á Christian Eriksen, sóknarmanni Tottenham, en þessi 25 ára Dani hefur verið frábær í liði Tottenham í vetur. (Mirror)

Ronald Koeman, stjóri Everton, hefur sagt Romelu Lukaku að hann muni ekki ná að láta Meistaradeildar drauma sína rætast hjá Manchester United. (Mirror)

Zlatan Ibrahimovic mun heimsækja einn fremsta hnémeiðsla sérfræðing heims í Bandaríkjunum til að reyna bjarga ferlinum en þessi sænski framherji er orðinn 35 ára gamall. (Mail on Sunday)

Crystal Palace mun reyna að kaupa Mamadou Sakho af Liverpool ef félaginu tekst að bjarga sér frá falli. Sakho hefur verið á láni á Selhurst Park í vetur en Sam Allardyce hefur mikinn áhuga á að halda honum. (Mail)

David de Gea, markvörður Man Utd, er áfram efstur á óskalista Real Madrid en næstur á eftir honum er Thibaut Courtois, markvörður Chelsea. (Don Balon)
Athugasemdir
banner
banner