Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 23. maí 2018 10:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Af hverju að draga Arteta á asnaeyrum?"
Ósáttur með framkomu Arsenal í garð Arteta og Vieira
Næsti stjóri Arsenal.
Næsti stjóri Arsenal.
Mynd: Getty Images
Fyrrum stjóri PSG, Spánverjinn Unai Emery var í dag ráðinn stjóri Arsenal.

Það kom eins og þruma úr heiðskíru lofti í gær þegar BBC og aðrir áreiðanlegir fjölmiðlar greindu frá því að Emery yrði næsti stjóri Arsenal. Mikel Arteta var sagður líklegastur og var búið að fjalla um það á ýmsum stöðum að hann væri búinn að samþykkja að verða næsti knattspyrnustjóri Arsenal.

Í gær komst það hins vegar í fréttirnar að Emery væri að taka við eftir að Arsenal hafði rætt fleiri en mögulega arftaka fyrir Arsene Wenger.

Arsenal goðsögnin Ian Wright hefur tjáð sig um mögulega ráðningu á Emery. Hann er tilbúinn að styðja við bakið á honum en er ekki sáttur með meðferðina á Arteta og Patrick Vieira, sem eru báðir fyrrum leikmenn félagsins.

„Af hverju voru þeir að draga Arteta á asnaeyrum? Af hverju ekki bara að sýna hreinskilni?" sagði Wright á BBC Radio 5 Live.

„Arsenal setti sig líka bara í samband við Vieira fyrir kurteisissakir. Það er hreint út sagt vandræðalegt."

Arteta verður væntanlega áfram í þjálfaraliði Pep Guardiola hjá Manchester City á meðan Patrick Vieira er við stjórnvölinn hjá New York City FC í Bandaríkjunum. Vieira er hins vegar núna sagður í viðræðum við Nice í Frakklandi.
Athugasemdir
banner
banner
banner