Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
Davíð Smári: Menn labba ekki nægilega gíraðir inn í seinni hálfleikinn
Heimir: FH liðið er besta liðið í deildinni að koma til baka
Andri Rúnar: Eftir jöfnunarmarkið vöknum við ekki aftur til lífsins
Sigurvin: Kredit á strákana að finna þetta afl
Chris Brazell: Við voru mikið með boltann en gerðum ekkert með hann
Siggi Höskulds svekktur: Fókusleysi á mikilvægum augnablikum
Magnús Már: Maður hefur séð ýmislegt í boltanum en ég hef sjaldan séð þetta áður
Gunnar Heiðar: Búnir að æfa í sex mánuði fyrir þennan leik
Vigfús Arnar: Var eins og spennustigið væri eitthvað skrítið hjá okkur
Aron Snær: Ætluðum að keyra á þetta og það verður held ég bara okkar mottó
Haraldur Freyr: Mótið tapast ekki eða vinnst í fyrstu umferð
Aníta Dögg bjargaði málunum: Ég lenti klukkan sex í morgun
Árni Freyr hæstánægður eftir sigur ÍR - „Vona að þeir bæti í"
Staða sem á ekki að koma upp - „Átti að spila þangað til klukkan 23:30 í gærkvöldi"
„Við vitum í hverju við erum góðar“
Búin að skora í öllum leikjunum til þessa - „Mín upprunalega staða"
Hugur allra hjá Andreu Marý - „Óþægilegt í alla staði"
„Það var ráðist á hana inn í okkar vítateig“
Skyndiákvörðun að taka skóna af hillunni - „Hvernig gerðist þetta?“
Þriðja tapið í þriðja leiknum - „Óásættanlegt“
   fös 23. júní 2017 21:51
Mist Rúnarsdóttir
Jóhannes Karl: Ómetanleg reynsla
Jóhannes Karl segir lið sitt hafa safnað í reynslubankann í kvöld
Jóhannes Karl segir lið sitt hafa safnað í reynslubankann í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fótbolti.net náði tali af Jóhannesi Karli Sigursteinssyni þjálfara HK/Víkings en lið hans beið lægri hlut gegn Val í Borgunarbikarkeppninni fyrr í kvöld. Leikurinn fór 5-0 fyrir Pepsi-deildarliðinu en Jóhannes Karl gat engu síður tekið ýmislegt jákvætt út úr leiknum.

Lestu um leikinn: Valur 5 -  0 HK/Víkingur

„Við gerðum ákveðna hluti vel. Sérstaklega í fyrri hálfleik. Við getum legið til baka og reynt að halda stöðunn en við leysum það ekki jafn vel um leið og við þurfum að ýta upp völlinn þá opnast of mikið og færslurnar voru of hægar miðað við það tempó sem Valur spilar fótbolta á.“

„Við gerum ein mistök og Elín Metta refsar okkur fyrir það. Erum ekki að færa nægilega hratt og gefum henni tíma. Við vitum alveg að það má ekki,“
sagði Jóhannes Karl.

En fannst honum úrslitin gefa rétta mynd af leiknum?

„Þetta er náttúrulega bikarleikur. Hefðu einhver mörk skipt máli þá hefðum við ekki farið í þennan leikstíl. Við hefðum ekki opnað okkur svona mikið þannig að þetta gefur kannski rétta mynd af þessum leik sem bikarleik en það eru ekki fimm mörk á milli þessara liða.“

Þrátt fyrir tapið var Jóhannes Karl ánægður með að hafa fengið að mæta einu af bestu liðum landsins. Bæði til samanburðar við eigið lið og til að leikmenn HK/Víkings öðlist dýrmæta reynslu.

„Við viljum sjá hvar liðið stendur. Það skiptir okkur miklu máli að komast í 8-liða úrslitin og við vorum búin að óska eftir því að fá eitt af stóru liðunum og fá reynslu út úr því. Þetta er ómetanleg reynsla fyrir margar af þessum stelpum.“

Nánar er rætt við Jóhannes Karl í sjónarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner