Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
Segir íslenska liðið betra en það ísraelska - Þakkar Mikael fyrir sitt framlag
Alfreð um ummæli Hareide: Kem alltaf með sama markmið í landsliðið
Númi: Það er ein helsta ástæðan fyrir því að ég fór í Bestu
Siggi Höskulds um Gylfa: Þetta mun sprengja deildina
Blikar tóku ekki þátt í kapphlaupinu um Gylfa - „Tökum honum fagnandi"
Vildi finna hamingjuna aftur - „Ótrúlega erfitt andlega"
„Hugsaði allan tímann um hversu geggjað það væri að gera þetta með Fram"
Ein sú besta frá því í fyrra samdi í Víkinni - „Mikill meðbyr í kringum félagið"
Axel Óskar: KR langskemmtilegasti og mest spennandi kosturinn
Varð strax forvitinn um Breiðablik - „Fótboltinn hérna er sterkari"
Markakóngurinn mættur í Kópavog - „Búinn að segja mér marga góða hluti"
Birkir aftur heim í Þorpið - „Búið að vera í hausnum á manni lengi"
Á leið í fimmta tímabilið á Íslandi - „Ánægður að þeir völdu mig"
Sjáðu þrumuræðu Þorvalds Örlygssonar sem tryggði honum formannsembættið
Ingibjörg: Hafði alltaf trú
Telma: Vissi að við kæmum brjálaðar til baka
Sveindís: Lofaði að bæta upp fyrir það og fannst ég gera það
Glódís: Við sem leikmenn, þjóðin og KSÍ þurfum öll að stíga upp
„Búin að fá einhverja Twitter-kalla á sig en gerir okkur að sterkara liði"
Steini: Allt í lagi á meðan maður fær ekki slag
banner
   fös 23. júní 2017 21:51
Mist Rúnarsdóttir
Jóhannes Karl: Ómetanleg reynsla
Jóhannes Karl segir lið sitt hafa safnað í reynslubankann í kvöld
Jóhannes Karl segir lið sitt hafa safnað í reynslubankann í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fótbolti.net náði tali af Jóhannesi Karli Sigursteinssyni þjálfara HK/Víkings en lið hans beið lægri hlut gegn Val í Borgunarbikarkeppninni fyrr í kvöld. Leikurinn fór 5-0 fyrir Pepsi-deildarliðinu en Jóhannes Karl gat engu síður tekið ýmislegt jákvætt út úr leiknum.

Lestu um leikinn: Valur 5 -  0 HK/Víkingur

„Við gerðum ákveðna hluti vel. Sérstaklega í fyrri hálfleik. Við getum legið til baka og reynt að halda stöðunn en við leysum það ekki jafn vel um leið og við þurfum að ýta upp völlinn þá opnast of mikið og færslurnar voru of hægar miðað við það tempó sem Valur spilar fótbolta á.“

„Við gerum ein mistök og Elín Metta refsar okkur fyrir það. Erum ekki að færa nægilega hratt og gefum henni tíma. Við vitum alveg að það má ekki,“
sagði Jóhannes Karl.

En fannst honum úrslitin gefa rétta mynd af leiknum?

„Þetta er náttúrulega bikarleikur. Hefðu einhver mörk skipt máli þá hefðum við ekki farið í þennan leikstíl. Við hefðum ekki opnað okkur svona mikið þannig að þetta gefur kannski rétta mynd af þessum leik sem bikarleik en það eru ekki fimm mörk á milli þessara liða.“

Þrátt fyrir tapið var Jóhannes Karl ánægður með að hafa fengið að mæta einu af bestu liðum landsins. Bæði til samanburðar við eigið lið og til að leikmenn HK/Víkings öðlist dýrmæta reynslu.

„Við viljum sjá hvar liðið stendur. Það skiptir okkur miklu máli að komast í 8-liða úrslitin og við vorum búin að óska eftir því að fá eitt af stóru liðunum og fá reynslu út úr því. Þetta er ómetanleg reynsla fyrir margar af þessum stelpum.“

Nánar er rætt við Jóhannes Karl í sjónarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner