Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 23. ágúst 2016 15:58
Elvar Geir Magnússon
Andre Gray ákærður fyrir fjögurra ára gömul skrif
Andre Gray.
Andre Gray.
Mynd: Getty Images
Enska knattspyrnusambandið hefur ákveðið að ákæra Andre Gray, sóknarmann Burnley, fyrir skrif hans á Twitter árið 2012. Þar úthúðaði hann samkynhneigðu fólki.

Skrifin komu upp á yfirborðið eftir að Gray átti frábæran leik fyrir Burnley í sigri á Liverpool síðasta laugardag.

„Er það bara ég eða eru hommar út um allt #brennið #deyið #valdiðmérógleði" skrifaði Gray á Twitter fyrir fjórum árum síðan.

Gray var fljótur að biðjast afsökunar þegar færslan fór á flug í vikunni en hann fær tækifæri til mánaðamóta að svara ákærunni.

„Ég sé eftir mörgu sem ég hef gert í fortíðinni og ég átta mig á því að ég hef gert nokkur stór mistök, engin stærri en þessi tíst, en ég vil leggja áherslu á það að ég hef lagt gríðarlega mikið á mig til þess að breyta lífi mínu síðan á þessum tíma," sagði Gray meðal annars í afsökunarbeiðni sinni sem má lesa hér neðst í fréttinni.





Athugasemdir
banner
banner
banner