Branthwaite, Zirkzee og Olise til Man Utd? - Potter til Hollands - Nunez til Barca og Osimhen til Chelsea
   fös 23. september 2016 20:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
PSG segir að Zlatan skuldi háar fjárhæðir
Zlatan gekk til liðs við Manchester United í sumar
Zlatan gekk til liðs við Manchester United í sumar
Mynd: Getty Images
Flestir héldu að sænski sóknarmaðurinn Zlatan Ibrahimovic væri að grínast þegar hann sagði í viðtali á dögunum að það sem hann saknaði mest frá tíma sínum hjá Paris Saint-Germain í Frakklandi væru launin. Zlatan sagði þar frá því að PSG skuldaði honum enn pening og héldu margir að hann væri grínast þegar hann sagði þetta.

Síðar greindi sænska dagblaðið Expressen frá því að PSG ætti eftir að greiða Zlatan ýmsar bónusgreiðslur sem jafngiltu 380 milljónum íslenskra króna.

Franski miðillinn L’Equipe greindi hins vegar frá því í dag að það væri í raun Zlatan sjálfur sem skuldaði franska stórliðinu pening.

Málið er mjög furðulegt, en samkvæmt L’Equipe þá hefur Zlatan skuldað PSG ákveðna upphæð síðustu fjögur árin.

Þegar Zlatan gekk í raðir PSG árið 2012 þá borgaði félagið skatta á Ítalíu sem hann hafði gleymt að borga. Af þeim ástæðum er félagið að halda í 30% af síðustu launaútborguninni. Zlatan mun fá launin sín þegar hann borgar skattinn sem PSG borgaði fyrir hann á sínum tíma.

Sjá einnig:
Zlatan saknar launanna sem hann fékk hjá PSG
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner