Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 23. nóvember 2014 15:28
Brynjar Ingi Erluson
England: Áframhaldandi vandræði Liverpool - Tap gegn Palace
Marouane Chamakh í leiknum gegn Liverpool í dag
Marouane Chamakh í leiknum gegn Liverpool í dag
Mynd: Getty Images
Crystal Palace 3 - 1 Liverpool
0-1 Rickie Lambert ('2 )
1-1 Dwight Gayle ('17 )
2-1 Joe Ledley ('78 )
3-1 Mile Jedinak ('81 )

Crystal Palace sigraði Liverpool með þremur mörkum gegn einu er liðin mættust á Selhurst Park í ensku úrvalsdeildinni í dag en heimamenn gengu á lagið og náðu í öll stigin á lokamínútum leiksins.

Enski framherjinn Rickie Lambert opnaði markareikninginn sinn fyrir Liverpool strax á 2. mínútu leiksins eftir sendingu frá Adam Lallana. Fyrsta mark Lambert í treyju Liverpool og gerði hann vel í markinu.

Dwight Gayle jafnaði metin fyrir Crystal Palace einungis fimmtán mínútum síðar en hann náði þá í frákastið eftir hörkuskot Yannick Bolasie sem fór í stöng.

Það leit allt út fyrir að Lambert kæmi til með að eiga frábæran dag eftir að hafa komið Liverpool yfir en hann klúðraði nokkrum dauðafærum í fyrri hálfleik. Simon Mignolet varði þá oft á tíðum vel.

Það kostaði Liverpool ansi mikið að nýta ekki færi sín í dag en Joe Ledley kom Crystal Palace yfir á 78. mínútu leiksins. Yannick Bolasie átti enn og aftur þátt er hann lagði boltann í teiginn á Ledley sem skoraði.

Heimamenn gerðu svo út um leikinn þremur mínútum síðar er Mile Jedinak skoraði þriðja markið. Það gerði hann beint úr aukaspyrnu, gullfallegt mark.

Lokatölur 3-1 Crystal Palace í vil en liðið er í fimmtánda sæti með 12 stig á meðan Liverpool er komið í tólfta sæti með 14 stig.

Þetta var fjórði tapleikur Liverpool í röð í öllum keppnum en svo virðist sem að Brendan Rodgers sé ekki að finna formúluna frá því í fyrra í liðinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner