Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   mán 23. nóvember 2015 22:31
Ívan Guðjón Baldursson
Stóri Sam: Defoe gefst aldrei upp
Mynd: Getty Images
Sam Allardyce var himinlifandi með dýrmætan sigur sinna manna í Sunderland gegn Crystal Palace fyrr í kvöld.

Jermain Defoe skoraði eina mark leiksins eftir varnarmistök hjá heimamönnum, en Sunderland lá í vörn stærstan part leiksins þar sem mikil varnarbarátta einkenndi leikinn.

„Þetta eru frábær úrslit fyrir okkur í kvöld, við börðumst allan tímann og skópum okkar fyrsta útisigur," sagði Allardyce.

„Þetta er í annað skiptið sem við höldum hreinu, þetta er mjög verðmætur sigur fyrir okkur.

„Við höfum verið að fá þrjú mörk á okkur á leik og því verður að linna. Þetta snýst allt um baráttu, eina leiðin okkar úr þessum vandræðum er að sýna seiglu."


Stóri Sam er mjög ánægður með gæðin sem Jermain Defoe, markaskorari kvöldsins, færir liðinu.

„Hann er smekklegur klárari og vinnusamur sóknarmaður. Ef þú vilt hafa einhvern inná sem eltir alla bolta þá er það Defoe. Ástæðan fyrir markinu í dag er að Defoe gefst aldrei upp."
Athugasemdir
banner
banner