Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   lau 23. desember 2017 21:50
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
England: Harry Maguire jafnaði á loka sekúndum uppbótartíma
Leikmenn Man Utd fagna marki Mata í kvöld.
Leikmenn Man Utd fagna marki Mata í kvöld.
Mynd: Getty Images
Harry Maguire reyndist hetja Leicester.
Harry Maguire reyndist hetja Leicester.
Mynd: Getty Images
Leicester City 2 - 2 Manchester Utd
1-0 Jamie Vardy ('27 )
1-1 Juan Mata ('39 )
1-2 Juan Mata ('60 )
2-2 Harry Maguire ('90)

Rautt spjald:Daniel Amartey, Leicester City ('74)

Nítjándu umferð ensku úrvalsdeildarinnar lauk í kvöld með leik Leicester City og Manchester United þar sem fjögur mörk voru skoruð.

Það var Leicester City sem komst yfir í leiknum og markið skoraði Jamie Vardy eftir að Riyad Mahrez hafði lagt boltann fyrir fætur hans.

Juan Mata laumaði svo boltanum í netið á 39. mínútu og liðin voru jöfn þegar Moss dómari flautaði til loka fyrri hálfleiks.

Þegar fimmtán mínútur voru liðnar af seinni hálfleik skoraði Mata aftur og þá beint úr aukaspyrnu.

Daniel Amartey leikmaður Leicester fékk tvö gul spjöld með stuttu milli bili og þar með rautt, á 74. mínútu.

Það stefndi allt í sigur Manchester United þegar Harry Maguire skoraði á síðustu sekúndum uppbótartíma og jafnaði í 2-2.

Niðurstaðan á King Power vellinum, 2-2 jafntefli, heimamenn verða líklega aðeins sáttari á jólunum en gestirnir í Man Utd sem fengu svo sannarlega færi til að klára leikinn.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 36 26 5 5 88 28 +60 83
2 Man City 35 25 7 3 87 33 +54 82
3 Liverpool 35 22 9 4 77 36 +41 75
4 Aston Villa 35 20 7 8 73 52 +21 67
5 Tottenham 34 18 6 10 67 54 +13 60
6 Newcastle 35 17 5 13 78 56 +22 56
7 Man Utd 34 16 6 12 52 51 +1 54
8 Chelsea 34 14 9 11 65 59 +6 51
9 West Ham 35 13 10 12 56 65 -9 49
10 Bournemouth 36 13 9 14 52 63 -11 48
11 Wolves 36 13 7 16 49 60 -11 46
12 Fulham 36 12 8 16 51 55 -4 44
13 Brighton 34 11 11 12 52 57 -5 44
14 Crystal Palace 35 10 10 15 45 57 -12 40
15 Everton 36 12 9 15 38 49 -11 37
16 Brentford 36 9 9 18 52 60 -8 36
17 Nott. Forest 36 8 9 19 45 63 -18 29
18 Luton 36 6 8 22 49 78 -29 26
19 Burnley 36 5 9 22 39 74 -35 24
20 Sheffield Utd 36 3 7 26 35 100 -65 16
Athugasemdir
banner
banner