Sancho vill ekki snúa aftur til Man Utd - Dumfries vill fara til Man Utd - Chelsea vill Osimhen
banner
   þri 24. febrúar 2015 09:45
Magnús Már Einarsson
Pogba til Arsenal á risa upphæð?
Powerade
Paul Pogba.
Paul Pogba.
Mynd: Getty Images
Koke er eftirsóttur.
Koke er eftirsóttur.
Mynd: Getty Images
Slúðurpakkinn er að sjálfsögðu á sínum stað í dag líkt og alla aðra daga.



Manchester City vonast til að hafa betur gegn Chelsea og Manchester United í baráttunni um Koke miðjumann Atletico Madrid. (Daily Star)

Arsenal er tilbúið að borga 80 milljónir punda fyrir Paul Pogba miðjumann Juventus. (Daily Express)

Barcelona vill fá Morgan Schneiderlin frá Southampton. (Daily Express)

Louis van Gaal vildi ólmur fá Mats Hummels varnarmann Dortmund til Manchester United síðastliðið sumar. Ruud Gullit segir þetta. (Mancester Evening News)

Liverpool vill fá Alvaro Morata framherja Juventus í sínar raðir. (Metro)

John Carver, stjóri Newcastle, kom í veg fyrir að Papiss Cisse myndi fara til Al Ahli fyrir tveimur vikum síðan. (Daily Mirror)

Luis Enrique hefur gert lítið úr heimsókn Lionel Messi og Gerard Pique á spilavíti á sunnudagskvöldið, rétt fyrir ferðalag Barcelona til Englands fyrir leikinn gegn Manchester City í kvöld. (Daily Mail)

Steve Greaves, eftirlitsmaður, segir í skýrslu sinni að Martin Atkinso hafi verið með allar ákvarðanir réttar í leik Chelsea og Burnley um helgina. (Sun)

Nígería vonast til að fá Jordon Ibe leikmann Liverpool í landslið sitt en hann getur einnig leikið með landsliði Englands í framtíðinni. (Daily Express)

Andy Gray, fyrrum framherji Everton, segir að liðið geti sogast niður í fallbaráttu. (Talksport)

Joe Allen segir að lið Liverpool sé jafnvel betra núna en þegar Luis Suarez var á svæðinu. (Sun)
Athugasemdir
banner
banner
banner