Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 24. febrúar 2018 14:27
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
England: Skelfileg mistök Butland kostuðu Stoke sigurinn
Mynd: Getty Images
Leicester City 1 - 1 Stoke City
0-1 Xherdan Shaqiri ('43 )
1-1 Jack Butland ('70 , sjálfsmark)

Skelfileg mistök markvarðarins Jack Butland kostuðu Stoke sigurinn gegn Leicester í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Fyrri hálfleikurinn var alveg dapur þangað til á 43. þegar Svisslendingurinn Xhedan Shaqiri kom Stoke með góðu skoti. Staðan var 1-0 fyrir heimamenn í Stoke í hálfleik.

Þegar 20 mínútur voru eftir af leiknum gerði Butland skelfileg mistök sem enduðu með marki Leicester. Hann ætlaði að grípa fyrirgjöf en missti boltann í eigið net, 1-1.

Butland varði nokkrum sinnum eftir þessi dýrkeyptu mistök og sá til þess að Stoke tapaði ekki leiknum, en hann er væntanlega ekki mjög sáttur með sjálfan sig þrátt fyrir það.

Lokatölur urðu 1-1 og er Leicester komið upp í sjöunda sæti deildarinnar. Stoke er áfram í fallsæti með 26 stig.



Athugasemdir
banner
banner
banner