Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 24. mars 2016 16:30
Elvar Geir Magnússon
Adam Johnson sviptur landsleikjum sínum
Enska knattspyrnusambandið eyðir Adam Johnson úr sögu sinni.
Enska knattspyrnusambandið eyðir Adam Johnson úr sögu sinni.
Mynd: Getty Images
Enska knattspyrnusambandið hefur ákveðið að svipta Adam Johnson þeim landsleikjum sem hann hefur leikið fyrir England.

Búið er að dæma Johnson, sem er fyrrverandi leikmaður Sunderland, í sex ára fangelsi fyrir barnaníð en hann braut kynferðislega gegn stelpu undir lögaldri.

Johnson lék 12 landsleiki fyrir England en nú er skráð að hann hafi aldrei leikið landsleik.

„Hann hefur misst farsælan feril sem hann mun aldrei geta endurheimt," sagði umboðsmaður Johnson.

Enska knattspyrnusambandið hefur auk þess látið fjarlæga allar myndir af Johnson sem eru á Wembley leikvanginum eða höfuðstöðvum sambandsins.
Athugasemdir
banner
banner