Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fim 24. mars 2016 08:30
Arnar Geir Halldórsson
Julio Baptista til Orlando (Staðfest)
Kominn til Bandaríkjanna
Kominn til Bandaríkjanna
Mynd: Getty Images
Brasilíski sóknarmaðurinn Julio Baptista hefur samið við bandaríska úrvalsdeildarliðið Orlando City.

Þar hittir þessi 34 ára gamli framherji fyrir landa sinn, Kaka en sá síðarnefndi skoraði níu mörk í 28 leikjum í MLS deildinni á síðustu leiktíð.

Baptista á 47 landsleiki að baki fyrir Brasilíu en hann gerði garðinn frægan í Evrópu með Sevilla, Real Madrid, Arsenal, Roma og Malaga áður en hann hélt heim til Brasilíu og hjálpaði Cruzeiro að vinna deildina þar í landi árið 2014.

Orlando hefur fimm stig eftir þrjár umferðir í MLS deildinni en liðið fékk ítalska miðjumanninn Antonio Nocerino frá AC Milan skömmu fyrir tímabilið.
Athugasemdir
banner
banner