Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 24. mars 2024 08:30
Brynjar Ingi Erluson
Nagelsmann um Kroos: Hann er einstakur leikmaður
Mynd: Getty Images
Miðjumaðurinn Toni Kroos snéri aftur á völlinn með þýska landsliðinu í 2-0 sigrinum á Frakklandi í gær en þetta var fyrsti landsleikur hans síðan 2021.

Þessi 34 ára gamli leikmaður hætti með landsliðinu eftir Evrópumótið árið 2021.

Hann greindi frá því að hann vildi einbeita sér að Real Madrid og fjölskyldu sinni, en Julian Nagelsmann, þjálfari landsliðsins, sannfærði hann um að snúa aftur.

Kroos lagði upp fyrra markið fyrir Florian Wirtz eftir sjö sekúndur og var með bestu mönnum vallarins.

„Ef ég á að vera hreinskilinn þá var hann ótrúlegur. Við vitum hversu einstakur leikmaður hann er með boltann, en líka hvernig hann var í einvígum á vellinum. Hann er frekar eðlilegur náungi sem nær til allra í hópnum. Það er mjög gott,“ sagði Nagelsmann eftir leikinn.
Athugasemdir
banner
banner
banner