Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mið 24. maí 2017 13:41
Magnús Már Einarsson
Hefði átt að fá rautt spjald fyrir að toga í hár
Kristinn Jakobsson formaður dómaranefndar KSÍ.
Kristinn Jakobsson formaður dómaranefndar KSÍ.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Brot í leik Fjölnis og Keflavíkur í Borgunarbikar kvenna í gær hefur vakið mikla athygli.

Hlín Heiðarsdóttir leikmaður Fjölnis stöðvaði þá sókn Keflavíkur á 9. mínútu með því að toga í hár Anítu Lindar Daníelsdóttur og fékk gult spjald fyrir hjá Ásbirni Sigþóri Snorrasyni dómara leiksins.

Kristinn Jakobsson formaður dómaranefndar KSÍ sagði við RÚV í morgun að brotið verðskuldaði einungis gult spjald.

Kristinn hafði þá bara heyrt lýsingar af atvikinu en ekki séð það. Eftir að hafa skoðað upptöku segir Kristinn hins vegar að þetta umrædda brot verðskuldi brottrekstur.

„Þetta brot telst vera ofsaleg framkoma og hefði leikmaðurinn réttilega átt að fá rautt spjald," segir Kristinn við RÚV en fréttin þar hefur verið leiðrétt.

Smelltu hér til að sjá myndband af atvikinu
Athugasemdir
banner
banner