Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mán 24. júlí 2017 16:00
Magnús Már Einarsson
Cassano hættur við að hætta við að hætta
Mynd: Getty Images
Ítalski framherjinn Antonio Cassano hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann segist vera hættur í fótbolta. Þetta er í annað skipti á innan við viku sem hann leggur skóna á hilluna!

Hinn 35 ára gamli Cassano samdi 10. júlí síðastliðinn við Hellas Verona.

Í síðustu viku tilkynnti Cassano hins vegar að hann væri hættur í fótbolta. Nokkrum klukkutímum síðar dró hann þá yfirlýsingu til baka.

Í dag tilkynnti Cassano hins vegar að skórnir séu komnir upp á hillu fyrir fullt og allt. Hann er því hættur við að hætta við að hætta í fótbolta!

„Eftir að hafa hugsað mig um þá hef ég tekið eftirfarandi ákvörðun: Antonio Cassano spilar ekki fótbolta framar," sagði Cassano í yfirlýsingu á Twitter.

„Ég bið borgina Verona, stuðningsmenn, forsetann Maurizio Setti, yfirmann íþróttamála Filippo Fuco, þjálfarann, læknaliðið og starfsfólkið afsöunar."

„Í augnabliki er það í forgangi hjá mér að vera með börnunum mínum og konunni minni."


Cassano lék meðal annars með Roma, Real Madrid, AC Milan, Inter, Parma og Sampdoria á ferli sínum en hann skoraði einnig tíu mörk í 39 leikjum með ítalska landsliðinu.
Athugasemdir
banner