Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 25. febrúar 2015 16:20
Magnús Már Einarsson
Allt í rugli í Grikklandi - Fótbolti bannaður
Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Mynd: Getty Images
Yfirvöld í Grikklandi hafa bannað leiki í þremur efstu deildunum þar í landi eftir ólæti undanfarna daga.

Allt varð vitlaust í leik Olympiakos og Panathinaikos á sunnudag þar sem flugeldum, steinum og flöskum var kastað í dómaratríóið.

Í gær þurfti síðan að flauta af fund hjá stjórnarmönnum félaga í Grikklandi.

Átök brutust út á fundinum og öryggisvörður sem vinnur fyrir Olympiakos kýldi stjórnarmann Panathinaikos.

Ekki er ljóst hversu lengi fótboltinn verður bannaður í Grikklandi en þetta er í þriðja skipti á tímabilinu sem gera verður hlé á deildarkeppni þar í landi vegna óláta.
Athugasemdir
banner
banner