Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 25. mars 2024 09:40
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bayern búið að setja sig í samband við De Zerbi
Roberto De Zerbi.
Roberto De Zerbi.
Mynd: Getty Images
Bayern München er búið að mynda lista yfir þjálfara sem gætu hugsanlega tekið við liðinu fyrir næsta tímabili.

Á toppi listans er Xabi Alonso, stjóri Bayer Leverkusen.

En það er óvissa með Alonso þar sem hann er núna í góðu starfi hjá Leverkusen og er hann einnig efstur á óskalista Liverpool.

Bild segir frá því í dag að stjórnendur Bayern hafi rætt við Roberto De Zerbi, stjóra Brighton á Englandi, um að taka við starfinu. Það er sagt að Ítalinn sé næst efstur á listanum á eftir Alonso en Max Eberl, yfirmaður fótboltamála hjá Bayern, er mikill aðdáandi De Zerbi.

De Zerbi er einnig á óskalista Barcelona sem er í stjóraleit þar sem Xavi mun stíga til hliðar í sumar.

De Zerbi hefur stýrt Brighton frá því í september 2022 og gert þar eftirtektarverða hluti. Hann var áður stjóri Sassuolo og Shakhtar Donetsk.
Athugasemdir
banner
banner