Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mán 25. mars 2024 10:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Maður sér af hverju hann hefur verið á þessum stöðum"
Gylfi er orðinn leikmaður Vals.
Gylfi er orðinn leikmaður Vals.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gylfi Þór Sigurðsson gekk fyrir stuttu í raðir Vals og skrifaði hann undir tveggja ára samning á Hlíðarenda.

Þetta eru risastórar fréttir fyrir fótboltann á Íslandi og verður gaman að fylgjast með Gylfa í deildinni hér heima í sumar.

Aron Jóhannsson, leikmaður Vals, var í viðtali hér á Fótbolta.net á síðustu viku þar sem hann var meðal annars spurður út í heimkomu Gylfa. Þeir eru báðir miðjumenn en í leiknum gegn ÍA í síðustu viku þá fór Aron að spila sem djúpur miðjumaður er Gylfi kom inn á.

„Mér finnst þetta alveg spennandi hlutverk," sagði Aron um sexuhlutverkið.

„Það er fyrst og fremst frábært fyrir okkur að fá Gylfa. Hann er einn sá besti í Íslandssögunni. Hann er á topplistanum þar. Hann er búinn að koma virkilega vel inn."

„Maður sér karakterinn í honum, hann er ekki mættur til að hanga og svona. Hann er að keyra sig áfram á æfingum og er að leggja sig meira fram en aðrir. Maður sér af hverju hann hefur verið á þessum stöðum sem hann hefur verið á. Við erum með með nokkra hörkuleikmenn á miðsvæðinu. Í mínum augum er það þannig að háklassa leikmenn finna leiðir til að spila saman," segir Aron en hann telur ekki endilega að það þurfi einn leikmenn í Valsliðið í viðbót. Leikmann sem getur þá spilað sem djúpur miðjumaður. „Mér finnst við alveg vera með nægilega góðan hóp til að leysa þessa stöðu."

Hægt er að hlusta á viðtalið í spilaranum hér fyrir neðan.
Aron Jó: Cole Campbell tekur sínar eigin ákvarðanir
Athugasemdir
banner
banner
banner