Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 25. mars 2024 14:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mæta út í seinni hálfleikinn í nafnlausum treyjum
England mætir Belgíu á morgun.
England mætir Belgíu á morgun.
Mynd: EPA
Enska landsliðið mætir Belgíu í vináttulandsleik á morgun en leikmenn Englands munu mæta í seinni hálfleikinn án þess að hafa nöfn á treyjum sínum.

Er þetta gert til að vekja athygli á heilabilun en leikurinn er tileinkaður Alzheimer samfélaginu á heimsvísu.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem enska knattspyrnusambandið vekur athygli á heilabilun en leikmenn Englands léku líka í treyjum án nafna í vináttulandsleik gegn Sviss árið 2022.

„Með því að nota fótbolta til að varpa ljósi á og auka vitund um einkenni heilabilunar vonumst við til að hvetja fótboltaaðdáendur, ekki aðeins til að gefa fjármuni til rannsókna okkar á fyrstu stigs greiningu, heldur einnig til að styðja ástvini sína alveg eins mikið og þeir styðja fótboltaliðið sitt," segir Kate Lee, framkvæmdastjóri Alzheimer samfélagsins.

Þetta er virkilega flott framtak hjá enska landsliðinu en hægt er að nálgast heimasíðu Alzheimersamtakanna á Íslandi með því að smella hérna.
Athugasemdir
banner
banner
banner