Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   lau 25. apríl 2015 09:40
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Morgunblaðið 
Ekki líklegt að spilað verði í Árbænum næstu helgi
Frá stúkunni við Fylkisvöll.
Frá stúkunni við Fylkisvöll.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Í Morgunblaðinu í morgun er púlsinn tekinn á vallarstjórum þeirra valla sem eiga að vera notaðir í fyrstu umferð Pepsi-deildarinnar leikin verður 3. og 4. maí.

Allt stefnir í að allir vellirnir verði leikfærir nema Fylkisvöllur en þar eiga heimamenn að mæta Breiðabliki sunnudagskvöldið 3. maí.

„Völlurinn verður væntanlega ekki klár í fyrsta leik. Það er samt ekki sama ástand og í fyrra. Þá var völlurinn mjög slæmur. 35% af honum voru bara dauð og ekkert gras en við gerum fastlega ráð fyrir að spila annan heimaleik okkar á Fylkisvellinum," segir Guðmann Hauksson, vallarstjóri Fylkis, við Morgunblaðið.

„Það yrði ekki skynsamlegt að ætla að spila á vellinum 3. maí. Völlurinn er ekki tilbúinn og það borgar sig ekki að fórna vellinum í einn leik og eiga á hættu að valda skemmdum á vellinum. Það eru minni líkur en meiri að spilað verði á Fylkisvellinum um næstu helgi."

Greint var frá því í byrjun vikunnar að Fylkismenn hefðu rætt möguleika á að skipta á heimaleikjum við Breiðablik svo leikið yrði á Kópavogsvelli í fyrstu umferð.
Athugasemdir
banner
banner