Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 25. apríl 2016 22:04
Ívan Guðjón Baldursson
Pulis: Okkur vantar stundum gæði
Mynd: Getty Images
Tony Pulis, knattspyrnustjóri West Bromwich Albion, er ánægður með jafnteflið sem hans menn náðu gegn toppbaráttuliði Tottenham á White Hart Lane.

Tottenham komst yfir í fyrri hálfleik en West Brom jafnaði í þeim síðari og gerði svo gott sem út um titilvonir Lundúnaliðsins.

„Tottenham stjórnaði leiknum á meðan við sátum í vörn og spiluðum agaðan varnarbolta. Það besta var þegar við gengum til búningsklefa í hálfleik og vorum heppilega ekki nema einu marki undir, þá vissum við að við gætum þetta," sagði Pulis að leikslokum.

„Leikurinn varð opnari í síðari hálfleik og ég er mjög ánægður með frammistöðuna. Okkur vantar stundum gæði í liðið en vinnusemin er mikil og kom okkur í gegnum þennan leik.

„Við erum í góðu formi og getum skapað vandamál fyrir hvaða andstæðinga sem er, okkar vopn eru skipulag, agi, vinnusemi og ástríða."


Pulis var svo spurður út í hvort hann vildi frekar sjá Tottenham eða Leicester vinna deildina.

„Tottenham er með mjög, mjög gott lið. Þetta eru ungir leikmenn sem eiga bara eftir að verða betri með tímanum. Dembele var framúrskarandi í dag.

„Sem knattspyrnuunnandi vil ég sjá Leicester vinna deildina. Þetta hefur verið mikið ævintýri fyrir félagið."

Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner