Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   þri 25. apríl 2017 05:55
Stefnir Stefánsson
England í dag - Styrkir Chelsea stöðu sína á toppnum?
Hvað gerir besti leikmaður deildarinnar?
Hvað gerir besti leikmaður deildarinnar?
Mynd: Getty Images
Einn leikur er á dagskrá í dag í ensku úrvalsdeildinni. Topplið Chelsea tekur á móti Southampton á Stamford Bridge klukkan 18:45.

Leikurinn er gríðarlega mikilvægur fyrir Chelsea sem er með Tottenham á hælunum á sér í baráttunni um Englandsmeistaratitilinn, en aðeins munar fjórum stigum á liðunum nú þegar sex leikir eru eftir af tímabilinu.

Southampton eru sem stendur í níunda sæti deildarinnar með 40 stig en þeir eiga tvo leiki til góða á West Bromwich Albion sem að sitja í sætinu fyrir ofan þá með 44 stig.

Chelsea eru taldir líklegastir til að vinna deildina í ár og fátt virtist geta komið í veg fyrir að þeir myndu klára þetta nokkuð þægilega. En töp gegn Crystal Palace og Manchester United í aprílmánuði sem og gott gengi Tottenham upp á síðkastið hefur sett örlitla spennu í titilbaráttuna. En eins og áður sagði þá munar aðeins fjórum stigum á liðunum. Þannig ljóst er að Chelsea mega ekki slaka neitt á ætli þeir sér að tryggja sér Englandsmeistaratitilinn í ár.

þriðjudagur 25. apríl
18:45 Chelsea - Southampton (Stöð 2 Sport)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner