Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   fim 25. júní 2015 19:00
Ívan Guðjón Baldursson
Costa er á leið til Bayern - Þriðji dýrasti í sögunni
Mynd: Getty Images
Brasilíski landsliðsmaðurinn Douglas Costa er að ganga í raðir Bayern München í Þýskalandi og verður þriðji dýrasti leikmaður í sögu félagsins ef marka má þýska fjölmiðla sem greina frá þessu í dag.

Costa er 24 ára gamall leikmaður Shakhtar Donetsk og kemur til Bayern þegar Suður-Ameríku bikarnum lýkur, en Brasilía á þar leik við Paragvæ um helgina.

Costa skoraði sigurmarkið í fyrsta leik Brasilíu á mótinu og getur spilað sem sóknartengiliður eða kantmaður.

Kaupverðið er talið nema um 35 milljónum evra, sem er lítið minna en Javi Martinez og Mario Götze kostuðu félagið.
Athugasemdir
banner
banner