Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 25. júní 2015 18:00
Magnús Már Einarsson
Tólfan styrkti Barnaspítalasjóð Hringsins
Á myndinni eru: Friðgeir Bergsteinsson (ritari Tólfunnar), Sveinn Ásgeirsson (meðstjórnandi) Sonja Egilsdóttir   (formaður Hringsins), Kristinn Hallur Jónsson (gjaldkeri), Pétur Orri Gíslason (formaður) og Benjamín   Hallbjörnsson (varaformaður)
Á myndinni eru: Friðgeir Bergsteinsson (ritari Tólfunnar), Sveinn Ásgeirsson (meðstjórnandi) Sonja Egilsdóttir (formaður Hringsins), Kristinn Hallur Jónsson (gjaldkeri), Pétur Orri Gíslason (formaður) og Benjamín Hallbjörnsson (varaformaður)
Mynd: Tólfan
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í vikunni fyrir landsleik Íslands og Tékklands, þar sem að íslenska landsliðið vann frækinn sigur, stóð Tólfan fyrir uppboði til styrktar Barnaspítalasjóði Hringsins.

300 þúsund krónur söfnuðust í uppboðinu eins og sjá má hér að neðan.

Tilkynning frá Tólfunni
Við stofnun Tólfunnar sem félagasamtaka var sett í lög samtakanna að skyldi félagið leyst upp af einhverri ástæðu myndu allar eigur þess renna til Barnaspítalans. Því þótti Tólfunni vel við hæfi að leggja þessu verðuga málefni lið þegar tækifæri til þess gafst. Tólfan fékk nokkur fyrirtæki í lið með sér og var skellt í veglegan pakka sem hæstbjóðandi átti möguleika á að tryggja sér. Í pakkanum voru tveir miðar á landsleikinn, 100 þ. kr. gjafabréf frá Gaman Ferðum og Netgíró, tvær Tólfutreyjur frá Henson og nokkrar rútur af Carlsberg frá Vífilfelli.

Tólfan þakkar þessum fyrirtækjum kærlega fyrir samstarfið því án þeirra hefði uppboðið ekki orðið að veruleika. Þann 24. júní fór stjórn Tólfunnar á fund Hringskvenna og afhenti Sonju Egilsdóttur, formanni Hringsins, gullfallegan tékka að fjárhæð 300 þ. kr. Tólfan er ánægð með hversu vel tókst til með uppboðið. Hæsbjóðandi og sigurvegari uppboðsins var Hreiðar Másson frá Húsavík og þakkar Tólfan honum kærlega fyrir þátttökuna og stuðninginn. Þá styrkti Linde Healthcare einnig málefnið og færir Tólfan fyrirtækinu fyrir það bestu þakkir.

Tólfan vill jafnframt þakka Virkum morgnum á Rás 2 sérstaklega vel fyrir aðstoðina við að koma uppboðinu á framfæri við almenning. Þá þökkum við fotbolti.net, mbl.is, Akraborginni á X977, Íslandi í Bítið á Bylgjunni og 433.is einnig fyrir aðstoðina. Tólfan mun halda áfram að vinna að því að láta gott af sér leiða og hvetur fyrirtæki og einstaklinga til að taka þátt í því með okkur í framtíðinni.

Þá vill Tólfan benda á að hægt er að styrkja Barnaspítalasjóð Hringsins með því að leggja inn á reikning sjóðsins (reikningsnúmer: 0101-26-054506, kt. 640169-4949) Þá getur fólk kynnt sér starfsemi Hringsins á heimasíðu félagsins www.hringurinn.is.

Áfram Ísland.

Tólfan-sennilega bestu stuðningsmenn í heimi.
Athugasemdir
banner
banner
banner