Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 25. júlí 2016 17:30
Elvar Geir Magnússon
Fyrrum forseti þýska sambandsins dæmdur í bann
Niersbach er 65 ára gamall.
Niersbach er 65 ára gamall.
Mynd: Getty Images
Wolfgang Niersbach, fyrrum forseti þýska knattspyrnusambandsins, hefur verið bannaður frá afskiptum af fótbolta í eitt ár.

Dómstóll FIFA setti hann í bann eftir að í ljós kom að hann tilkynnti ekki um vafasamar aðferðir þegar HM 2006 var úthlutað. Komið hefur í ljós að mútur áttu sér stað.

Þýskaland vann Suður-Afríku 12-11 þegar kosið var um úthlutunina sem atti sér stað árið 2000.

Niersbach hætti hjá þýska sambandinu í nóvember í fyrra.
Athugasemdir
banner
banner
banner