Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 25. október 2016 20:46
Þorsteinn Haukur Harðarson
Deildabikarinn: Liverpool vann Tottenham - Arsenal áfram
Sturridge var á skotskónum í kvöld
Sturridge var á skotskónum í kvöld
Mynd: Getty Images
Fjórum leikjum af fimm er lokið í 16 liða úrslitum enska deildabikarsins í kvöld. Framlengt er í viðureign Leeds United og Norwich

Í stórleik kvöldsins vann Liverpool 2-1 sigur gegn Tottenham. Daniel Sturridge skorði tvívegis fyrir Liverpool áður en Vincent Jenssen minnkaði muninn fyrir Tottenham úr vítaspyrnu.

Alex Oxlaide-Chamberlain var á skotskónum og skoraði bæði mörk Arsenal í 2-0 sigri gegn Reading og Bristol City tapaði 2-1 fyrir Hull. Hörður Björgvin Magnússon var ónotaður varamaður hjá Bristol.

Þá vann Newcastle 6-0 stórsigur gegn Preston en síðarnefnda liðið missti mann af velli með rautt spjald eftir tæplega hálftíma leik.

Arsenal 2 - 0 Reading
1-0 Alex Oxlade-Chamberlain ('33 )
2-0 Alex Oxlade-Chamberlain ('78 )

Liverpool 2 - 1 Tottenham
1-0 Daniel Sturridge ('9 )
2-0 Daniel Sturridge ('64 )
2-1 Vincent Janssen ('76 , víti)

Bristol City 1 - 2 Hull City
0-1 Harry Maguire ('45 )
0-2 Michael Dawson ('47 )

Leeds 1 - 1 Norwich (Framlengt)
0-1 Alex Pritchard ('14 )
1-1 Marcus Antonsson ('43 )

Newcastle 6 - 0 Preston NE
1-0 Aleksandar Mitrovic ('19 )
2-0 Mohamed Diame ('38 )
3-0 Matt Ritchie ('53 , víti)
4-0 Aleksandar Mitrovic ('55 )
5-0 Mohamed Diame ('87 )
6-0 Ayoze ('90 )
Rautt spjald: Alan Browne, Preston NE ('27)
Athugasemdir
banner
banner