Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 25. nóvember 2016 20:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimild: Goal 
Griezmann: Ég þarf ekki að fara frá Atletico
Griezmann er lykilmaður hjá Atletico
Griezmann er lykilmaður hjá Atletico
Mynd: Getty Images
Hinn franski Antoine Griezmann segist hafa hugsað sér til hreyfinga síðasta sumar, en hann segist þrátt fyrir það ánægður hjá Atletico Madrid og að það sé ekkert nauðsynlegt fyrir hann að fara frá félaginu.

Griezmann hef­ur verið einn besti leikmaður heims síðustu ár, en hann gerði 22 mörk í 38 deild­ar­leikj­um með Atlético á síðustu leiktíð auk þess sem hann gerði sjö mörk í Meist­ara­deildinni og hjálpaði sínu liði að komast í úrslitaleikinn þar sem tap gegn nágrönnunum í Real Madrid var niðurstaðan.

Hann viðurkennir að hann hafi skoðað aðra möguleika síðastliðið sumar, en hann ákvað þó að lokum að vera áfram hjá spænska liðinu.

„Ég efaðist um framtíð mína hjá Atletico Madrid síðasta sumar þegar það voru sögusagnir um það að (Diego) Simeone væri á förum," sagði Griezmann við GQ.

„Ég hringdi í hann og hann sagði mér að hann yrði áfram hjá fé­lag­inu, svo ég ákvað að vera áfram líka. Ég ber mikla virðingu fyr­ir hon­um og ég finn að hann trú­ir á mig. Ég þarf að vera áfram og vinna aðeins meira með honum."

Griezmann segir að það sé þó ekki víst að ef Simeone fari að hann muni elta hann.

„Þó ég kunni vel við hann sem þjálfara þá þýðir það ekki að ég muni elta hann ef hann fer frá Atletico. Ég elska Atletico og mér finnst ég ekki þurfa að yfirgefa félagið til þess að komast á næsta stig."
Athugasemdir
banner
banner