Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mán 26. janúar 2015 21:00
Ívan Guðjón Baldursson
Antonio Cassano yfirgefur Parma (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Antonio Cassano er búinn að rifta samningi sínum við Parma og er því frjáls ferða sinna.

Cassano er óánægður hjá Parma og kærði félagið á föstudaginn þegar hann hafði ekki fengið launagreiðslu í sex mánuði.

Í kjölfar kærunnar náðist samkomulag milli sóknarmannsins og félagsins þannig að hinn 32 ára gamli Cassano getur farið hvert sem hann vill.

Cassano hefur verið með betri mönnum Parma sem er í botnsæti ítölsku efstu deildarinnar og var keypt úr gjaldþroti á dögunum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner